Íþróttaandinn

Punktar

Hollenzkir áhugamenn um fótbolta á heimsleikunum voru látnir fara úr buxunum, þegar Holland keppti við Fílabeinsströndina. Urðu þeir að horfa í nærbuxunum á leikinn. Buxurnar voru merktar bjórnum Bavaria, en bjórinn Budweiser á heimsleikana. Tekið er mjög strangt á slíku. Þeir, sem voru merktir Nike, lentu í sömu vandræðum, af því að Adidas á leikana. Til þess að tryggja yfirráð vörumerkja yfir óympíuleikunum í London 2012 er verið að setja þar lög um, að siga megi löggunni á rangan klæðaburð, merktan röngum fyrirtækjum. Það er lágt skriðið á sportinu núna, Guardian sagði frá.