Menn eru enn að tala um, að mislæg gatnamót valdi mengun. Sannleikurinn er öfugur. Viðstöðulaus akstur sparar mengun af bíl í kyrrstöðu og af bíl, sem leggur af stað og nær 50 kílómetra hraða á klukkustund. Umferðarljós valda mengun, af því að þau neyða menn til stöðva bíla, bíða og taka aftur af stað. Mislæg gatnamót án umferðarljósa spara þessa mengun og spara auðvitað líka benzínið, sem fer í að halda kyrrstæðum bíl í gangi og fara síðan með hann upp í 50 kílómetra hraða. Erfingjar Reykjavíkurlistans fara enn með rangt mál gegn mislægum gatnamótum.