Genentech hefur framleitt ódýra lyfið Avastin, sem virkar vel gegn blindu gamals fólks. Fyrirtækið vill samt ekki setja það á markað, af því að það kostar ekki nema 1.500 krónur skammturinn. Í staðinn vill það setja á markað Lucentis, sem hefur sömu áhrif, en kostar 150.000 kr skammturinn. Ódýra lyfið hefur verið notað í 7000 tilvikum í tilraunaskyni og augnlæknar heimta að fá það í apótek. En það er ekki hægt, því að siðblint Genentech telur sig ekki græða nóg. Frægt er, að markaðs- og mútugreiðslur lyfjaframleiðenda eru hærri en rannsóknakostnaður þeirra.