Lýsi er hollt

Punktar

George Monbiot segir í Guardian í gær, að sönnunargögn hlaðist upp um hollustu lýsis í baráttu gegn þunglyndi, síþreytu, sjóndrepru og kölkun. Hann bendir á minnkandi neyzlu Omega3 fitusýra á menningarsögulegum tíma og hvetur til aukinnar neyzlu á lýsi, lýsispillum eða Omega3 pillum. Hann kvartar um, að lýsi sé sóað í áburð, fóður, rafmagn og dísilolíu í stað þess að nota það meira til manneldis. Samkvæmt þessu má búast við batnandi gengi lýsis í heiminum á næstu árum. Matthías Johannessen segir í Mörg eru dags augu: “Þú tekur matskeið af þorskalýsi.”