Brennimerking

Punktar

Judy Dempsey skrifaði á fimmtudaginn fréttaskýringu í International Herald Tribune, þar sem hún segir, að heimsókn Bush Bandaríkjaforseta til Ungverjalands gefi því landi aukið vægi í heiminum! Dempsey er dæmigerður Ameríkani, sem heldur, að Bandaríkin geti blessað einstaklinga og stofnanir út um heim. Staðreyndin er hins vegar, að hvarvetna eru Bandaríki nútímans fyrirlitin. Ferð Bush til Ungverjalands skapar bara vandræði stjórnvöldum þar í landi. Samtal við George W. Bush felur ekki í sér blessun, heldur brennimerkingu.