Vísindaakademíur 67 ríkja höfnuðu á miðvikudaginn tilgátunni um sköpun jarðarinnar samkvæmt biblíunni, hvöttu skóla til að nota þróunarkenninguna í staðinn. Öll lífvísindi nútímans hvíla á þróunarkenningunni, sem ýmsir skólar í Bandaríkjunum hafa hafnað að kröfu trúarofstækismanna, sem þar í landi eru valdamiklir. Samkvæmt sköpunartilgátunni varð heimurinn og lífið í núverandi mynd þess snögglega til fyrir um 4.000 árum. Þróunarkenningin telur hins vegar, að það hafi gerzt í óteljandi áföngum á 4.600.000.000 árum. Ungt fólk á rétt á sannleikanum, sagði talsmaður akademíanna.