Fjölmiðlun í Bandaríkjunum er einkum áhugaverð fyrir þá sök, að reynslan sýnir, að þar byrjar ferli, sem síðar kemur hingað. Því er fróðlegt að vita, að meðalaldur notenda CNN er yfir sextugt. Ennfremur, að unga fólkið notar internetið ekki til að skoða fréttir. Athyglisvert er, að því meira sem dagblöð hafa batnað síðustu þrjá áratugina, þeim mun minna traust ber fólk til þeirra. Washington Post hafði ekki fyrr steypt Nixon af stóli með frábærum rannsóknum, en fólk fór að efast um rannsókna-blaðamennsku og tapa trú á innihaldi dagblaða og annarra fréttamiðla.