Millilandasamtöl eru of dýr miðað við tilkostnað. Gagnaflutningar í gemsum eru margfalt of dýrir sums staðar erlendis, kostuðu mig 15.000 á viku í Kaupmannahöfn, en þó ekki krónu í Feneyjum. Evrópusambandið hefur ráðizt gegn okri í reikisamningum milli símafyrirtækja og gefið þeim frest fram að október að lækka verðið. Sum fyrirtækin hafa brugðizt illa við. Það er merkilegt í meintri samkeppni og framsókn internetsins, að fyrirtækin geti samt haldið uppi fáokun um fáránlegt verð. Þau eru eins og bankarnir, keppa sín í milli í auglýsingum, en ekki í þjónustu.