Hagsmunamál stjórnmálamanna, embættismanna og handhafa félagslegs rétttrúnaðar er að hindra tilraunir fjölmiðla til að afla staðreynda. Öflugasta vopn þeirra er að magna víggirðingar einkalífs. Til þess höfum við Persónuvernd og Úrskurðarnefnd um upplýsingalög. Látið er í veðri vaka, að réttur til einkalífs sé hornsteinn lýðræðis. John Dewey skrifaði þó: “Enginn maður varð frjáls af því að vera látinn í friði.” Opinbert líf og gegnsæi eru eðli lýðræðis, en ekki einkalíf. Það gagnast fólki t.d. alls ekki, að sett verði lög um, að ríkisendurskoðandi einn fái að vita um framlög manna til framboða.