Samtalsörðugleikar

Fjölmiðlun

David Mindich, prófessor í blaðamennsku, skrifar um, að nokkrir nemendur hans lentu á fylleríi og voru settir inn vegna óláta. Burlington Free Press sagði frá þessu og birti nöfn þeirra eins og dagblöð gera í Bandaríkjunum. Nemendurnir báru sig upp við Mindich, sem reyndi að segja þeim, að það væri hlutverk dagblaðs að segja nákvæmlega, hverjir voru fullir og leiðinlegir, til dæmis svo að aðrir yrðu ekki grunaðir. Nemendurnir náðu þessari röksemd ekki. Það er kannski von, þar sem menn eru farnir að líta á fjölmiðla sem staðfestingu þess, að ekkert hafi gerzt og allt í heiminum sé í himnalagi.