Færa blýantsnag

Punktar

Ríkisstjórnin heldur áfram að lama ríkiskontóra með því að flytja þá á enda veraldar. Atvinnuleysistryggingar fara til Skagastrandar og Fæðingarorlofið til Hvammstanga. Samtals flytjast sautján störf til þessara plássa, sem eiga bágt vegna minni landvinnslu á fiski og skorts á álverum. Engu máli skiptir, hvar í heiminum blýantar eru nagaðir. En ekki eru horfur á, að kontór á Skagaströnd verði duglegri en áður við að hindra menn í að taka laun á svörtum markaði um leið og þeir þiggja bætur. Kannski lagast sá þáttur á Skagaströnd. Við skulum endilega fylgjast með því.