Fylgi Framsóknar er samkvæmt skoðanakönnunum orðið meira en það var í byggðakosningunum fyrir mánuði, hefur farið úr 6% í 9-10%. Þótt enn sé langt í fylgi síðustu alþingiskosninga, er ljóst, að nokkur þúsund manns telja flokkinn hafa fengið næga refsingu. Svik hans við þjóðina voru þó ekki byggðamál, heldur landsmál. Þau voru forusta í landníðslu og fylgisspekt við Sjálfstæðisflokkinn, sem enn er óbreytt. Þeir, sem telja Jón Sigurðsson munu leiða flokkinn heim eftir villur Halldórs Ásgrímssonar, verða fyrir vonbrigðum. Menn munu fatta fljótt, að Jón er á sömu villigötum og Halldór.