Bara 13 milljónir

Punktar

Vinstri grænir virðast ekki hafa varið nema 12-13 milljónum króna í kosningarnar í vor. Flokkurinn notaði sjálfur 4-5 milljónir og styrkti framboð sín og sameiginleg framboð í sveitarfélögum um mismuninn. Sumir staðir hafa ekki gert upp enn, svo að heildarupphæðin fer í 13 milljónir. Þetta er skynsamleg fjárupphæð, ólík austri ýmissa annarra flokka, einkum Framsóknar, sem eyddi 70-100 milljónum í kosningabaráttu, sem aflaði lítils sem einskis fylgis. Atkvæði verða ekki með þessum hætti keypt fyrir peninga.