Stóri bróðir

Punktar

Ég á skuldlausan og veðlausan traktor góðan, skráðan á mig. Sýslumaðurinn í Reykjavík ætlar að bjóða traktorinn upp 8. júlí vegna manns, sem er mér óviðkomandi og virðist skulda 16.000 krónur í útvarpsgjöld, sem ríkið hefur komið upp í 70.000 krónur. Hvernig útvarpið hefur fengið sýslumann til að bjóða upp minn traktor er mér hulin ráðgáta. Að kröfu útvarpsins ætlar sýslumaður líka að bjóða upp bílinn UU-016, sem ég hef aldrei séð, en er sagður eiga, líka vegna sömu skuldar hins sama óviðkomandi manns. Það kostar lögmann að koma vitinu fyrir sýslumann. Svona er lífið.