Kristján Sveinsson skrifar mér: “Því miður drekka mörg ungmenni í Evrópu alls ekki við sleitur heldur af ofurkappi. Fullorðið fólk einnig. Leiðir þetta sem kunnugt er af sér heilsuleysi, féleysi og margháttaða ógæfu aðra. Var nýverið í Skotlandi um tveggja vikna skeið. Áfengisvandi er þar mikill sem og á Bretlandi öllu. Sjá stjórnvöld þar, að meðferð áfengis hjá stórum hluta þjóðarinnar er í megnasta ólagi og leita leiða til að koma skipan á þetta. Enda eru risavaxin útgjöld vegna ofdrykkju og sjúkdóma og félagslegrar eymdar, sem af henni leiðir.