Bónstöðin rifin

Punktar

Þvotta- og bónstöðinni í Sóltúni hefur verið lokað fyrir fullt og allt, því að rífa á húsið til að þétta byggð. Þarna fór bíllinn skítugur í gegn á færibandi og kom bónaður og þurrkaður út. Þetta var einn af hornsteinum lífsins, einkum að vetrarlagi, lofaður sé Kjartan Sveinsson arkitekt, sem lengi átti stöðina. Nú er engin slík stöð lengur til og lífið í borginni verður þeim mun fátækara. Dauð hönd byggðaþéttingar hefur víða skaðað, en þetta er með því versta. Svona leika trúarsetningar vinstri manna okkur grátt. Vonandi verður borgin ekki þétt frekar en orðið er.