Maxwell stal lífeyri

Punktar

Erlendis er slæm reynsla af lífeyrissjóðum á vegum fyrirtækja. Frægt er, að blaðakóngurinn Robert Maxwell stal öllum lífeyrissjóði starfsmanna sinna. Þegar fyrirtæki verða gjaldþrota, reynist oft erfitt að ná nokkru út úr sjóðum þeirra. Miklu betra er núverandi kerfi, að sjóðirnir starfi í tengslum við stéttarfélög og festi fé sitt vítt og breitt í pappírum af ýmsu tagi, innlendum og erlendum. Við höfum afar gott lífeyriskerfi, sem á að vernda. Bezt er að banna lífeyrissjóði á vegum fyrirtækja og banna þar á ofan öll afskipti fulltrúa fyrirtækja af stjórnum lífeyrissjóða.