Evrópa var ekki myllusteinn um háls Halldórs Ásgrímssonar. Umræðuefni hans var muldur um, að hugsanlega kæmi að því í framtíðinni, að menn færu að ákveða, að líklega mætti ræða þætti samstarfs í Evrópu fyrr eða síðar. Fók hafði ekki áhuga á þessu muldri, skildi ekki ráðherrann. Fólk er nefnilega annað hvort með eða móti aðild að Evrópu, með eða móti evrunni sem mynt. Menn nenna ekki að undirbúa að velta síðar fyrir sér, hvort hugsanlega megi ræða um Evrópu einhvern tíma. Menn vilja kýla á það eða ekki kýla á það. Eins og í viðskiptum. Það var muldrið, sem fældi, ekki Evrópa. Nýtt formannsefni Framsóknar er enn að ræða, hvort ræða megi.