Hnattvæðing á enda

Punktar

25 ára ferill hnattvæðingar er á enda, segir Martin Jacques í Guardian í gær. Fundaröðin, sem kennd er við Doha, er að fara út um þúfur. Iðnríki og þróunarríki ná ekki saman. Bandaríkin eru fráhverf fjölþjóðasamningum og reyna að ná tvíhliða samningum, þar sem þau geta beitt afli gegn hinu ríkinu. Dæmin eru framlenging vestrænna einkaleyfa og fjármagnsfrelsi, en lokun á búvörur þróunarlanda. Vestræn fyrirtæki kvarta sífellt ákafar yfir auknu afli Kína og Indlands og heimta verndun. Vestræn verndarstefna tekur nú við af vestrænni hnattvæðingu, hægt og sígandi.