Sumarfrí er martröð

Punktar

Íslenzkur fræðimaður telur, að Íslendingar kunni ekki að njóta sumarfrís, upplifi það sem algera martröð. Þeir geti ekki slakað á og fái einkenni fráhvarfs frá vinnu og hversdagsleika. Þetta eru ekki nýjar fréttir. Allt, sem víkur frá daglegri festu, veldur vandræðum þjóðarinnar. Svo einfalt mál sem helgarfrí sendir fólk út í næturlífið, þar sem það drekkur frá sér ráð og rænu til að forðast að vera eitt með sjálfu sér eða fjölskyldunni. Þegar fólk á lengra frí, telur það sig þurfa að skipuleggja fríið í stað þess að setjast í letistólinn með góða bók eða krossgátu.