Ég er með morgunkorn barnanna fyrir framan mig í sveitinni, þegar ég skrifa þetta. Á kantinum er innihaldslýsing. Þar segir bandaríski framleiðandinn, að sykur sé 23,5% og mettaðar fitusýrur séu 1,3%. Þessar góðu upplýsingar mega ekki sjást á Íslandi. Því hefur verið límdur yfir miði, sem hylur innihaldstöfluna og segir aðeins, hversu mikið prótein, kolvetni og fita sé í vörunni. Kerfiskarlar á Íslandi hafa ákveðið, að fólki sé ekki hollt að vita um sykur og mettaðar fitusýrur, og hafa heimtað ritskoðun upplýsinganna. Verst er, að flestir Íslendingar telja eðlilegt, að kerfiskarlar passi þá.