Við erum í sama vanda og Norðmenn, getum ekki veitt nema tæpan helming af hvölunum, sem leyft er að veiða. Er þó kjötinu heldur betur tekið hér á landi en í Noregi og Japan, þar sem menn hafa gleymt átinu. Í Noregi eru allar frystigeymslur fullar og í Japan er hafinn ríkisrekinn áróður fyrir hvalkjötsáti. Á Íslandi hefur félag fjögurra báta leyfi til veiðanna, sem kallaðar eru vísindaveiðar að hætti Japana, ekki vísundaveiðar. Norðmenn læðast ekki kringum heita grautinn og kalla þetta bara veiðar. En seint verður þetta arðvænlegur atvinnuvegur á 21. öld.