Áttveldafundinum í Sankti-Pétursborg hefur ekki aðeins mistekizt að hemja stríð Ísrael. Honum hefur líka mistekizt að finna leiðir til að bjarga hnattvæðingunni. Hún hefur nú verið til umræðu í fimm ár í fundaröð, sem kennd er við Doha. Vesturveldin neita að opna markaði fyrir búvörur þróunarlandanna og þróunarlöndin neita að opna markaði fyrir hátækni og fjársýslu vesturveldanna. Hagsmunasamtök bænda á vesturlöndum bera mesta ábyrgð. Í kjölfarið tekur verndarstefna við af hnattvæðingu.