Flugfélög á valdasvæði Evrópusambandsins verða eftir rúmt ár skylduð til að auglýsa fargjöld með öllu inniföldu, svo sem flugvallargjöldum. Þá geta farþegar í fyrsta skipti borið saman raunveruleg fargjöld flugfélaga. Auk þess verður flugfélögum bannað að hafa misjafna taxta eftir löndum. Þetta á eftir að fara fyrir þing sambandsins og ráðherranefnd. Sum flugfélög hafa tekið þessu vel og önnur illa, einnig sumir ráðherrar, sem gæta hagsmuna flugfélaga. Breytingin nær síðar til Evrópska efnahagssvæðisins, þar á meðal Íslands.