Vörðuvinafélagið

Punktar

Vörðuvinafélagið er merkasta fornleifafélagið. Það skráir gamlar vörður á óbyggðaleiðum, lagar þær og hleður sumar að nýju. Það hefur tekið fyrir Sprengisandsleið upp Gnúpverjaafrétt meðfram Þjórsá vestanverðri upp að Sóleyjarhöfða, þaðan sem leiðin lá yfir Sprengisand og stundum Ódáðahraun. Vörður eru þau mannvirki fyrri alda, sem enn standa nú á tímum. Því er mikilvægt að varðveita þær og hlúa að þeim. Ferðafélag Akureyrar hefur unnið hliðstæða vinnu við Biskupaleið yfir Ódáðahraun. Og eitthvað hefur verið lagað á Kjalvegi. Allt er þetta einkum frjálst framtak áhugafólks.