Gamla fólkið

Punktar

Rýr var samningur ríkisins og samtaka aldraðra um, að hinir verst settu fengju sama og hinir verst settu hjá stéttarfélögunum, 15.000 krónur á mánuði. Að mestu var litið fram hjá hlutfallslega versnandi kjörum gamals fólks á löngu æviskeiði ríkisstjórnarinnar. Enn er langt í land, að ríkið skili aftur því, sem það hefur hrifsað af gömlu fólki á rúmum áratug. En þeim fjölgar stöðugt, sem verða gamlir, og þeir verða liðtækari í átök. Því má búast við, að samtök aldraðra fái smám saman harðara haustak á pólitíkusum, sem ekki nenna að ræða við aðra en þá allra frekustu.