Var í gær á fjörum Hítarár og Kaldár. Á síðari fjörunum slapp Þórður kakali undan Kolbeini unga á fjörunni, þegar aðfallið stöðvaði norðanmenn. Líklega hefur Þórður sullast yfir viðsjárverðan Saltnesál, sem klukkustund síðar reyndist Kolbeini ekki árennilegur. Hafði Þórður og 200 manna lið hans þá farið dagfari og náttfari alla leið frá Þingvelli. Til Helgafells við Stykkishólm komst hann eftir rúmlega 30 klukkustunda reið um 200 kílómetra leið frá Þingvelli, sumpart í snjóþæfingi á Mýrum, enda var þetta um hávetur. Íslendingar Sturlungaaldar voru meiri hestaferðamenn en við erum á 21. öld.