Linnulaust stríð

Punktar

Linnulaust er stríð Ísraels gegn Líbanon að undirlagi Bandaríkjanna. Hundruð óbreyttra borgara hafa verið drepin. Það heitir “collateral damage” á bandarísku orðbragði. Um hálf milljón manna hefur misst heimili sitt. Það er fyrirkvíðanlegur andskoti, að íslenzka ríkisstjórnin hyggst reyna að komast í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að styðja hagsmuni hins illa afls í heiminum, bandalags Ísraels og Bandaríkjanna. Ísland er þegar orðið aðili að bandarísku hernámi Afganistans og hefur stimplað sig inn í vitund alþjóðasamfélagsins sem snati hjá George W. Bush.