Stríð er hornsteinn

Punktar

Hornsteinn í viðhorfi bandarískra harðlínumanna til umheimsins er, að stríð komi í stað utanríkismála. Hægt sé að fá erlendar þjóðir til að taka upp bandaríska stjórnarhætti með því að sprengja þær upp, þar með talin börn og gamalmenni. Harðlínumenn telja, að fólk í útlöndum sjái ljósið, þegar það er sprengt í loft upp. Þegar sprengjum linnir, sé síðan hægt að varðveita nýfengið frelsi með því að halda fólki hernumdu. Við sjáum afleiðingarnar í Palestínu. Við sjáum þær í Afganistan og Írak. En harðlínumenn draga af þeim allt annan og gersamlega veruleikafirrtan lærdóm.