Efnahagsbandalag Suður-Ameríku, Mercosur, hefur formlega lýst yfir stuðningi við aðild Venezuela að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þessi stuðningur mun fella Guatemala, sem er frambjóðandi Bandaríkjanna. Í Mercosur eru ríki á borð við Brazilíu og Argentínu, auk hinna smærri ríkja álfunnar. Yfirlýsing þeirra þýðir, að Hugo Chávez, forseti Venezuela, verður helzti talsmaður álfunnar í heimsmálum. Jafnframt hefur Mercosur nú gert fríverzlunarsamning við Fidel Castro, forseta Kúbu. Að baki þessa er eindregið hatur íbúa álfunnar á illum harðlínumönnum Bandaríkjanna.