Um alla Evrópu eru ókeypis dagblöð að taka við af seldum blöðum. Í Frakklandi er fjórða hvert eintak ókeypis. Murdoch er að fara í gang í Bretlandi í næsta mánuði. Í Þýzkalandi á ókeypis viðskiptablað að fara af stað í dag. Af 28 milljónum eintaka fríblaða í heiminum eru 19 milljónir gefnar út í Evrópu. Lengst hefur starfað hið sænska Metro, sem kemur út í 21 landi. Víðast liggja þessi blöð á brautarstöðvum. Dagsbrún er eina fyrirtækið, sem fer þá leið að senda eintökin heim í hús til fólks að vel heppnuðum hætti Fréttablaðsins. Danmerkurútgáfa þess fer að koma út með haustinu.