Kosningar að ári

Punktar

Kosningar verða að ári hér á landi. Þær skipta máli, því að hlutverk þeirra er að skipta um stjórn án blóðsúthellinga. Að öðru leyti er lítið á þeim að græða, því að kjósendur skilja fáir almannahagsmuni. Þær eru nauðsynlegur þáttur lýðræðis, en ekki fullnægjandi þáttur þess. Til þess að lýðræði virki, þarf að ríkja gegnsæi í valdastofnunum, svo sem ríki, flokkum og fyrirtækjum, svo og í skattskrám. Einnig þurfa að vera til verklagsreglur, sem ráðamenn fara eftir. Mikill misbrestur er hér á landi á, að kerfið sé gegnsætt og að farið sé að góðum verklagsreglum.