Einmana pláneta

Punktar

Lonely Planet leiðsögubækurnar froðufella ekki af dálæti á merkisstöðum, sem þær segja frá. Bókin um Ísland varar við fyllibyttum og segir frá landspjöllum af völdum sauðfjár og stjórnvalda. Nú hafa yfirvöld í Moskvu reiðst vegna lýsinga Moskvubókar Lonely Planet á morðum, öðrum glæpum, kynþáttahatri, stéttaskiptingu, vörusvikum og ofurkostnaði þar í borg. Borgarstjórinn í Moskvu ætlar að verja tæplega 20 milljörðum króna til að bæta ímynd borgarinnar erlendis. Verulega gott er, að í aumri eyðimörk leiðsögubóka skuli vera til einn bókarflokkur, sem reynir að segja satt.