Birting skattskrár vekur athygli á því gerræði stjórnvalda að láta eigendur fjármagns borga 10% tekjuskatt, en almenning 37%. Græðgishagfræðingar segja þetta þurfa að vera svona, því að annars mundu ríkir kallar flýja land og alls ekki borga skatt, eins og þeir feðgar Björgólfur og Björgólfur Thor hafa raunar gert. Við getum hins vegar ekki verið fangar slíkra hótana, enda er gott að losna við verstu græðgisfíklana. Tekjuskattur á að vera jafn og flatur, hinn sami á fjármagn og vinnu, háar tekjur og lágar. Ef svo væri, þyrfti tekjuskattur almennings aðeins að vera 25%, það er að segja sanngjarn.