Hömlulaus ofsi

Punktar

Ég fór um Snæfell og Kárahnjúka á vegum, í lofti og á fæti. Alls staðar hefur Landsvirkjun komið sér fyrir, helzt uppi á hæðum, þar sem vel sést til. Hún er líka komin með mannvirki við Eyjabakka, þar sem frestað var að virkja. Það minnir á, að hvergi hafa ríkisstjórn og Landsvirkjun gefið eftir, aðeins frestað sumum óvinsælum framkvæmdum. Enn gildir landráðastefnan, sem Jón Sigurðsson þykist ekki finna. Hún felst í að reisa orkuver í paradís, jafnvel þótt affriða þurfi heimsfræg svæði. Stefnan er hömlulaus ofsi.