Mér dettur ekki í hug að setja fartölvuna mína í farangursgeymslu flugvéla. Ég vil ekki, að hún skemmist. Ég vil ekki heldur, að óviðkomandi aðili komist yfir hana. Ég vil alls ekki, að flugfélagið týni henni eins og það týnir öðrum farangri. Ég vil halda á henni í fluginu, prívat. Nú er það ekki lengur hægt, því að hryðjuverkamenn hafa hrætt glóruna úr sýslumönnum heimsins. Ég þarf hins vegar að nota tölvuna daglega. Þess vegna mun ég ekki nota flug meðan ruglið er í gangi. Þess vegna hef ég ekki einu sinni pantað hina árlegu skíðaferð. Fleiri kvarta um glóruleysið en ég einn.