Thomas Gagen skrifar góða grein í Boston Globe um 75 ára gamlar sögur af fílnum Babar, sem missti móður sína í frumskóginum. Hann fluttist til Parísar og tók upp siði manna. Hann fékk skjól hjá franskri hefðarfrú, klæddist í græn föt og borðaði sætar kökur á kaffihúsi. Margir hafa verið ósáttir við þessar bækur, fundizt þær ala á kynjamismun og vestrænu yfirlæti. Sumir sérfræðingar hafa meira að segja sagt, að brenna ætti bækurnar um fílinn Babar. Gagen er því andvígur, telur þær vera hinar beztu bækur. Því er ég hjartanlega sammála. Hemil þarf að hafa á félagslegum rétttrúnaði.