Eitt menntaráð

Punktar

Leikskólar stefna að því að verða skólar. Þar er börnum kennt að draga til stafs. Stefnt er að ókeypis leikskólaplássi fyrir öll börn eins og í öðrum skólum. Skólar stefna hins vegar að því að verða leikskólar, þar sem nóg sé af brauði og leikjum og gaman sé að vera. Enda tekur það skólana sex ár að kenna krökkum að lesa, skrifa og reikna, sem væri mánaðarverk í skóla í Afríku. Einhvers staðar í þessum breytingum munu skólar og leikskólar mætast. Því spyr ég: Af hverju þarf að skipta menntaráði borgarinnar í tvö ráð? Mér sýnist framtíðin stefna að einu ráði.