B5 sveiflast eftir tímum dagsins milli kaffistofu, matstofu og vínstofu, því að öll vín eru þar seld í glasatali. Sjá má sýnishorn af ýmsum þrúgum og heimshornum. Sérstaða matseðilsins felst í miklu safni smárétta, sem fást allan daginn. Þar fyrir utan eru hádegisseðill og kvöldseðill. Svona staðir eru lausir við yfirlæti frönsku og fínu staðanna með svimandi upphæðum á matseðli. Hér má borða þríréttað fyrir 3.300 krónur í hádeginu og 4.500 krónur á kvöldin. Smáréttirnir kosta um það bil 1.000 krónur, til dæmis ljúfur graflax á rússneskri pönnsu. Til hamingju!