Hamingjudagar

Punktar

Hamingjudagar eru hér á ný. Í forrétt fékk ég volga gulrótarfroðu (850 kr) með sýrðum rjóma og vænum skammti af kúmeni, notalegt dæmi um góða útkomu úr matvinnsluvél. Í aðalrétt fékk ég bragðsterka og frábærlega hæfilega eldaða Klausturbleikju (1.690 kr.) með gljáðum rófum, nýjum kartöflum og glansandi silungshrognum. Á eftir fékk ég skyrfrauð (750 kr.) með nýjum jarðarberjum, það eina, sem ekki skaraði fram úr öðrum stöðum. Með B5 Bistró í Bankastræti er loksins kominn nýr staður, sem skiptir máli. Slíkt hefur ekki gerzt í bænum, síðan Sjávarkjallarinn var opnaður fyrir þremur árum.