Hætta “mögulega”

Punktar

Fjölmiðlar fullyrtu mikið í gær. Morgunblaðið sagði á vefnum, að bein Hrings yrðu flutt aftur í Hringsdal. Ekkert bendir til, að beinin séu Hrings. Það er bara getgáta út í loftið. Sama blað segir á vefnum, að “hugsanlegt sé”, að hross hafi fælst vegna flugeldasýningar. RÚV segir á vefnum, að sýningarnar “gætu hafa” fælt hrossin. Hvorugur fjölmiðill dregur nein gögn fram til stuðnings fyrirsögnunum. RÚV segir á vefnum, að leiðsögumenn leggi “mögulega” niður vinnu, hvað sem það þýðir. Betra er að reyna að sannreyna málin, birta líklega niðurstöðu og sleppa getgátunum?