Tilskipunin

Punktar

Nýr formaður Framsóknar segir ótímabært að ræða aðild að Evrópusambandinu. Hann virðist eins og telja sig geta gefið tilskipanir um, hvað megi ræða í þjóðfélaginu og hvað ekki. Davíð Oddsson var duglegur við að gefa út slíkar tilskipanir, en hann var sér á parti og verður ekki endurtekinn. Jón Sigurðsson hefur enga stöðu til að ákveða, um hvað megi tala. Hann er nýr og í senn gamall formaður smáflokks, sem hefur þá að kjósendum, sem hann hefur útvegað vinnu á mölinni. Forstjórar vinnumiðlana gefa ekki út yfirlýsingar fyrir hönd þjóðfélagsins.