Höfuðsmaður rannsókna í blaðamennsku skrifar í The New Yorker eftir að hafa gert garðinn frægan á New York Times. Seymour M. Hersh er maðurinn, sem skrifaði um fjöldamorðin í My Lai og pyndingarnar í Abu Gharib. Richard Perle ráðherra segir hann vera það lengsta, sem amerískur blaðamaður hafi náð í hryðjuverkum. Vinnubrögð Hersh eru sérstæð, svo sem sjá má af nýrri grein hans á vef blaðsins um stríð Ísraels gegn nágrenni sínu, byggða eingöngu á nafnlausum heimildum. Hann hefur fengið Pulitzer og fleiri slík verðlaun, gengur um í rifnum fötum og liggur allan sólarhringinn í símanum.