Alan Wolfe segir í Boston Globe, að óttinn við hryðjuverk minni á sefasýki fyrri áratuga, áfengisbannið, kalda stríðið, kjarnorkubyrgin. Hann kallar þetta siðferðisótta, sem ekki sé á rökum reistur, heldur á sífréttum af vandamálum, sem síðan reynast vera misskilningur. Hinir handteknu reynast ekki vera hryðjuverkamenn. Við sjáum ekki baráttu gegn hryðjuverkum, sem kemur að gagni bak við tjöldin, en við sjáum gagnslaust eftirlitið á flugvöllum, sem tefur okkur um klukkustund í hverju flugi. Sú töf friðar sefasýkina. Hún veldur sálrænni vissu um, að Stóri bróðir passi okkur.