Ég reið í gær í fyrsta sinn í sumar hjá Torfdal í Kaldbakslandi. Unun er að sjá, hvernig uppblástursflög hafa dregizt saman á sumri hverju síðan sauðfé var aflagt. Þau eru orðin græn og verða orðin vel gróin næsta sumar. Víða er kominn víðir, sem áður sást ekki. Kvisturinn bindur moldina og ver landið gegn uppblæstri. Þúsund hektara jörð er að breyta um svip. Þyngst er að verjast sauðfé, því að landlitlir menn láta girðingar sínar grotna niður, svo að sauðfé þeirra komizt í grænni haga á Hrunaheiðum. Það á að vera skotleyfi á sauðfé, sem ferðast milli jarða á riðusvæði.