Klasasprengjur gegn börnum

Punktar

Ísrael notaði bandarískar klasasprengjur í stríðinu gegn Ísrael. Þetta eru sprengjubúnt, sem springa ekki við lendingu, heldur dreifast um stórt svæði. Þar finna börn þær, skoða þær og örkumlast eða deyja. Klasasprengjur má aldrei nota á þéttbýlum svæðum. Það eru aðeins illmenni, sem gera slíkt, þar á meðal herinn í Ísrael. Bandaríkin bera hálfa ábyrgð, því að þau afhentu fólum sprengjurnar. Tímafrekasta og erfiðasta verk frönsku friðargæzluliðanna í Líbanon er að finna þessa sprengjur og gera þær óvirkar áður en börnin finna þær.