Íslenzk leyniþjónusta

Punktar

Patrick Gray játaði fyrir bandarískri þingnefnd að hafa eytt gögnum til að verja Nixon Bandaríkjaforseta falli. George J. Tenet gerði það sama fyrir George W. Bush forseta, en var frægastur fyrir að segja það vera “piece of cake” að finna gereyðingarvopn í Írak. Þetta eru frægustu forstjórar CIA, ágæt dæmi um, að leyniþjónustur fara úr böndum, þótt þær séu vel meintar. Hið sama mun gerast með leyniþjónustu Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherrra. Hún mun gefa rangar upplýsingar, verða staðin að svínaríi og hafa afskipti af innlendum stjórnmálum, til dæmis með njósnum um stjórnarandstæðinga.