Tilraunatofan

Punktar

H.D.S. Greenway bendir í Boston Globe á, að stefna Bandaríkjanna í málum miðausturlanda felist í hugmyndafræði Nýja-Íhaldsins, sem þekkir ekkert til fólksins á því svæði. Mistekizt hafa aðgerðir hugmyndafræðinganna við að móta heimshlutann í bandarískri mynd, til dæmis með kosningum, af því að þeir virðast ekki hafa hugmynd um, að þar býr fólk, sem hefur allt önnur viðhorf til lífsins og tilverunnar. Greenway segir, að stjórn Bandaríkjanna skilji ekki erlent þjóðerni, erlenda trú, erlenda ættflokka. Tilraunastofa Nýja-Íhaldsins í Írak hefur því farið út um þúfur. Fólkið var ekki spurt, bara sprengt.