Dýrt er að draga bandamenn til að gera stríðin lögmætari, segir Patricia Weitsman í The New York Times. Bandaríkin borga fátækum löndum, Póllandi, Eistlandi, Albaníu og Tékklandi, fyrir hermenn í Afganistan og Írak. Önnur stuðningslönd eru farin, Spánn og Ítalía, og Tékkland og Pólland eru á förum. Aðeins Bretland og Danmörk draga bandaríska vagninn nokkurn veginn frítt. Weitsman telur Bandaríkin borga ríflega fyrir þjónustu fátæklinganna. Til dæmis fær Albanía 6 milljón dollara fyrir 155 hermenn, næstum þrjár milljónir króna á mann, auk tækja og þjónustu.