New York Times segir í leiðara, að venjulegir Bandaríkjamenn fari halloka í góðærinu. Allur plús síðustu ára lenti hjá fjármagnseigendum, en kaupmáttur launafólks minnkaði. Aðrir hafa bent á, að víða eru laun orðin svo lág, að fólk er innan fátæktarmarka, þótt það sé á launum. 37 milljónir manna eru neðan markanna, samkvæmt tölum bandarísku hagstofunnar, 13% þjóðarinnar. 47 milljónir manna hafa engar sjúkratryggingar. Hagfræði Reagans, að ríkidæmið sáldrist niður til alþýðunnar, hefur ekki virkað síðustu árin þar vestra. Bandaríkin eru fyrst og fremst gósenland hinna ofurríku.